„Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 21:42 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir munu verða erfitt fyrir sveitarfélögin að koma launahækkunum kennara fyrir í rekstri sínum. Einhvers staðar þurfi að draga úr kostnaði á móti. Vísir/Sigurjón Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og nýkjörinn borgarstjóri, ræddi við Erlu Björgu Gunnarsdóttur fréttaþul um kjarasamninga sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær og tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent. Er búið að kostnaðarmeta þessa samninga, hvað þeir munu kosta fyrir Reykjavík og sveitarfélögin? „Ég held að flestir hafi gert ráð fyrir sömu hækkunum og voru á almennum vinnumarkaði. Sá hluti er líklega í áætlunum sveitarfélaga en þessi átta prósent viðbót, það er ekki búið að kostnaðarmeta það. Nú fara öll sveitarfélög að gera það og reyna að sjá fyrir hvernig þau geta komið þessu fyrir í sínum rekstri. Og það verður flókið,“ segir Heiða. Einhvers staðar þarf að draga saman Það verður flókið, ertu búin að hugsa fyrir því í Reykjavík? „Já, við erum auðvitað bara að byrja að skoða það. Þetta er umfram það sem við ætluðum þannig við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti,“ sagði hún. Það eru einhver sveitarfélög sem eru brothætt, standa jafnvel illa. Verður eitthvað stutt við þau? Er einhver sem er búinn að hóa og segja: ,Við getum þetta ekki'? „Jú auðvitað og það er ástæðan fyrir því að þetta hefur staðið aðeins meira í Sambandi sveitarfélaga en ríkinu,“ segir Heiða. „Hins vegar viljum við gera þetta vel og við höfum átt góð samtöl við bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra um það hvernig er hægt að mæta þessu. Við erum að fara saman í þessa vegferð að meta virði kennarastarfa og að byggja upp menntakerfið. Það eru miklar og háleitar hugmyndir um það og til þess að við getum gert það þurfum við að hafa fjármagn. Þannig að mögulega náum við að leysa einhver deilumál sem við höfum fjallað um lengi og þá eru færri fréttir af því og meira af einhverju sem er jákvætt,“ segir hún. Horfa má á myndbandið í spilaranum hér að neðan eftir 2:40 mínútur. Vinnuvikan ekki styst eins og hjá öðrum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, fagnaði undirritun kjarasamninganna. Hún sagði kennara ekki hafa fengið metið við sig hversu mikið álagið hefur aukist undandarin ár. Hún segir að fjölga þurfi kennurum þannig að hægt sé að grípa undir og hjálpa börnum og létta álagið á kennurum. Það hefur verið talað um að það sé mikið álag. Ætlið þið að gera eitthvað í þessu? „Við erum að hefja sameiginlega vinnu í þessu, að byggja upp menntakerfið og reyna að taka betur utan um þetta. Bæði nýr menntamálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra hafa verið öflug. Við höfum tekið þátt í því og við sjáum að við verðum að gera þetta,“ segir Heiða. Eru einhver dæmi um hvað þið ætlið að gera? „Vinna með kennurum að því að bæta starfsumhverfi og tryggja þeim símenntun og stytta vinnuviku sem hefur ekki styst hjá kennurum eins og öðrum opinberum starfsmönnum,“ segir hún. Sveitarfélögin hafi ekki stutt nægilega vel við kennara Í viðtali í gær við Rakel Svansdóttur, kennara við Flataskóla í rúma tvo áratugi, kom fram að starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og hnignunarástand hafi byrjað þegar rekstur grunnskólanna færðist frá ríki til sveitarfélaga. Ráða sveitarfélögin við þetta verkefni? „Þau ráð vel við þetta verkefni og ég held að flestar rannsóknir hafi ekki sýnt þetta. En auðvitað er það þá upplifun hennar og við þurfum að skoða það. Það hefur orðið gjörbylting á grunnskólunum síðan sveitarfélögin tóku þetta yfir. Það eru 25 ár og við héldum nokkrar ráðstefnur um það í fyrra og fengum þrjár skýrslur þar sem þetta var metið,“ segir Heiða. „Almennt hafa sveitarfélögin sinnt þessu vel en það hafa verið miklar breytingar, nú er einsetinn skóli, skólamáltíðir, alls konar tómstundir og fleiri námsgreinar komnar inn í grunnskólann, nýjar námsskrár, mörg verkefni og flóknari nemendasamsetning. Og ég held að það sé algjörlega hægt að segja það að við höfum ekki stutt nægilega vel við kennara og í raun umgjörð skólastarfs. Og við ætlum að gera þetta betur,“ segir hún. Þið lofið bót og betrun. „Já, en við gerum þetta ekki ein og þess vegna fagna ég þessum samningum og vona að kennarar samþykki þá þannig við getum hafist handa við að byggja upp.“ Það er 24 prósent launahækkun og meira jafnvel meira fjármagn inn í reksturinn og starfið? „Já, við þurfum að taka betur utan um reksturinn og starfið, kannski kostar það ekki meira,“ segur Heiða. Borgarstjórn Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og nýkjörinn borgarstjóri, ræddi við Erlu Björgu Gunnarsdóttur fréttaþul um kjarasamninga sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær og tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent. Er búið að kostnaðarmeta þessa samninga, hvað þeir munu kosta fyrir Reykjavík og sveitarfélögin? „Ég held að flestir hafi gert ráð fyrir sömu hækkunum og voru á almennum vinnumarkaði. Sá hluti er líklega í áætlunum sveitarfélaga en þessi átta prósent viðbót, það er ekki búið að kostnaðarmeta það. Nú fara öll sveitarfélög að gera það og reyna að sjá fyrir hvernig þau geta komið þessu fyrir í sínum rekstri. Og það verður flókið,“ segir Heiða. Einhvers staðar þarf að draga saman Það verður flókið, ertu búin að hugsa fyrir því í Reykjavík? „Já, við erum auðvitað bara að byrja að skoða það. Þetta er umfram það sem við ætluðum þannig við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti,“ sagði hún. Það eru einhver sveitarfélög sem eru brothætt, standa jafnvel illa. Verður eitthvað stutt við þau? Er einhver sem er búinn að hóa og segja: ,Við getum þetta ekki'? „Jú auðvitað og það er ástæðan fyrir því að þetta hefur staðið aðeins meira í Sambandi sveitarfélaga en ríkinu,“ segir Heiða. „Hins vegar viljum við gera þetta vel og við höfum átt góð samtöl við bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra um það hvernig er hægt að mæta þessu. Við erum að fara saman í þessa vegferð að meta virði kennarastarfa og að byggja upp menntakerfið. Það eru miklar og háleitar hugmyndir um það og til þess að við getum gert það þurfum við að hafa fjármagn. Þannig að mögulega náum við að leysa einhver deilumál sem við höfum fjallað um lengi og þá eru færri fréttir af því og meira af einhverju sem er jákvætt,“ segir hún. Horfa má á myndbandið í spilaranum hér að neðan eftir 2:40 mínútur. Vinnuvikan ekki styst eins og hjá öðrum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, fagnaði undirritun kjarasamninganna. Hún sagði kennara ekki hafa fengið metið við sig hversu mikið álagið hefur aukist undandarin ár. Hún segir að fjölga þurfi kennurum þannig að hægt sé að grípa undir og hjálpa börnum og létta álagið á kennurum. Það hefur verið talað um að það sé mikið álag. Ætlið þið að gera eitthvað í þessu? „Við erum að hefja sameiginlega vinnu í þessu, að byggja upp menntakerfið og reyna að taka betur utan um þetta. Bæði nýr menntamálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra hafa verið öflug. Við höfum tekið þátt í því og við sjáum að við verðum að gera þetta,“ segir Heiða. Eru einhver dæmi um hvað þið ætlið að gera? „Vinna með kennurum að því að bæta starfsumhverfi og tryggja þeim símenntun og stytta vinnuviku sem hefur ekki styst hjá kennurum eins og öðrum opinberum starfsmönnum,“ segir hún. Sveitarfélögin hafi ekki stutt nægilega vel við kennara Í viðtali í gær við Rakel Svansdóttur, kennara við Flataskóla í rúma tvo áratugi, kom fram að starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og hnignunarástand hafi byrjað þegar rekstur grunnskólanna færðist frá ríki til sveitarfélaga. Ráða sveitarfélögin við þetta verkefni? „Þau ráð vel við þetta verkefni og ég held að flestar rannsóknir hafi ekki sýnt þetta. En auðvitað er það þá upplifun hennar og við þurfum að skoða það. Það hefur orðið gjörbylting á grunnskólunum síðan sveitarfélögin tóku þetta yfir. Það eru 25 ár og við héldum nokkrar ráðstefnur um það í fyrra og fengum þrjár skýrslur þar sem þetta var metið,“ segir Heiða. „Almennt hafa sveitarfélögin sinnt þessu vel en það hafa verið miklar breytingar, nú er einsetinn skóli, skólamáltíðir, alls konar tómstundir og fleiri námsgreinar komnar inn í grunnskólann, nýjar námsskrár, mörg verkefni og flóknari nemendasamsetning. Og ég held að það sé algjörlega hægt að segja það að við höfum ekki stutt nægilega vel við kennara og í raun umgjörð skólastarfs. Og við ætlum að gera þetta betur,“ segir hún. Þið lofið bót og betrun. „Já, en við gerum þetta ekki ein og þess vegna fagna ég þessum samningum og vona að kennarar samþykki þá þannig við getum hafist handa við að byggja upp.“ Það er 24 prósent launahækkun og meira jafnvel meira fjármagn inn í reksturinn og starfið? „Já, við þurfum að taka betur utan um reksturinn og starfið, kannski kostar það ekki meira,“ segur Heiða.
Borgarstjórn Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira