Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 10:57 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Hann hefur nú verið dæmdur í bann vegna hegðunarinnar eftir leikinn við Everton. Getty/Carl Recine Arne Slot, þjálfari Liverpool á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir jafntefli við Everton í grannaslag á dögunum. Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Liðin skildu jöfn á Goodison Park þann 12. febrúar síðastliðinn í síðasta grannaslagnum sem fram fór á þeim velli áður en Everton flytur sig um set á nýjan völl í sumar. Leikurinn var spennuþrunginn og Everton jafnaði metin á 98. mínútu leiksins. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Upp úr sauð í kjölfarið. Curtis Jones, leikmanni Liverpool, og Abdoulaye Doucouré, leikanni Everton, var vísað í sturtu eftir að leik lauk. Doucouré fagnaði þá fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og Jones brást ókvæða við. Slot var þá ósáttur við dóma Michaels Oliver á lokakafla leiksins sem og lengd uppbótartímans sem gaf tækifæri á áðurnefndu jöfnunarmarki. Hollenski þjálfarinn tryggði sér einnig reisupassann með hegðun sinni. Aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur farið yfir málið og dæmdi Slot í tveggja leikja bann vegna hegðunar hans. Hann var sektaður um 70 þúsund pund að auki, sem nemur tæplega 13 milljónum króna. Sipke Hulshoff, aðstoðarþjálfari Slot, sem fylgdi honum til Liverpool frá Feyenoord í sumar var einnig dæmdur í tveggja leikja bann vegna hans framkomu. Bannið tekur strax gildi. Slot og Hulshoff verða því ekki á hliðarlínunni er Liverpool mætir Newcastle í kvöld. Johnny Heitinga mun að líkindum stýra liði Liverpool í leiknum þar sem Slot verður uppi í stúku. Everton var sektað um 65 þúsund pund vegna hegðunar leikmanna liðsins og Liverpool um 50 þúsund pund vegna framkomu leikmanna þeirra rauðklæddu eftir leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira