Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Valur Páll Eiríksson skrifar 26. febrúar 2025 07:30 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan. Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Gylfi hafði ekki mætt á æfingu hjá Víkingi þegar hann var kynntur til leiks hjá liðinu í gær. „Þeir auðvitað voru erlendis í Grikklandi og Finnlandi. Ég meiddist aðeins í leiknum á móti ÍA og búinn að vera smá meiddur síðan. Ég er ekki búinn að hitta þá en geri það seinni partinn núna. Ég er bara spenntur að sjá strákana,“ segir Gylfi í samtali við íþróttadeild. Hann segir meiðsli sín þó ekki alvarleg. „Ég bólgnaði upp í ökklanum eftir ÍA leikinn og hef ekkert getað æft síðan. Ef ég verð ekki kominn á fullt núna á næstu dögum verður það væntanlega bara í æfingaferðinni,“ segir Gylfi. Búinn að vinna mikið í bakvandamálum Þegar Gylfi gekk í raðir Vals í mars í fyrra hafði hann vart spilað fótbolta í tvö ár. Eðlilegt sé að því fylgi meiðslavandræði hér og þar við að byggja sig upp á ný. Bakmeiðsli stríddu honum gott sem allt síðasta tímabil en hann hefur sinnt aukaæfingum af krafti síðustu vikur og segist á töluvert betri stað en fyrir ári síðan. „Ef ég lít til baka, og skoða standið á mér núna miðað við standið á mér þegar ég fer til Vals um miðjan mars. Þá voru bara fimm vikur í mót. Ég hafði eiginlega bara fimm vikur til að æfa frá því að vera í engu standi, og svo beint inn í tímabil,“ segir Gylfi Klippa: Kemur meiddur til Víkings en þó á betri stað en í fyrra „Það er ekki skrýtið að það komu einhver meiðsli. En ég er búinn að vera að vinna og reyna að styrkja þá hluti sem ég var í veseni með á síðasta tímabili, sem var eiginlega bara bakið. Maður veit náttúrulega aldrei, það gæti þess vegna breyst á morgun. Það eru allavega minni líkur á að þetta gerist,“ „Það er allt annað stand á mér núna miðað við þegar ég fór til Vals á síðasta tímabili. Vonandi mun það hjálpa mér á tímabilinu núna,“ segir Gylfi. Spilar ekki leik dagsins Víkingur mætir FH í æfingaleik í Víkinni klukkan 17:00 í dag. Gylfi býst ekki við að spila þann leik. Hann stefni á að koma sér á fullt þegar hann fer með leikmönnum Víkings í æfingaferð til Kanaríeyja í næstu viku. „Ég tel það mjög ólíklegt þar sem ég hef ekkert æft síðan í leiknum á móti ÍA. Ég býst við að taka stöðuna í dag með liðinu og sjúkraþjálfaranum og sjá hvernig ég er. Ef það er allt í lagi bætum við bara í. Það er óþarfi að vera að taka einhverja sénsa núna í febrúar. Ég held við höldum bara áfram að byggja ofan á formið og hvernig mér líður eftir síðustu tvo, þrjá mánuði á undirbúningstímabilinu,“ segir Gylfi.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira