Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun