Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:45 Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður NATO Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun