Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2025 18:46 Pablo Longoria segir málið byggt á misskilningi, hann er spænskur en lét ummælin falla á frönsku. Claudio Lavenia - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille. Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Longoria lét ummælin falla eftir 3-0 tap Marseille gegn Auxerre á laugardag þar sem leikmaður Marseille var rekinn af velli. „Þetta er spilling. Ég hef aldrei séð annað eins. Þið getið skrifað niður það sem ég segi: Pablo Longoria segir þetta vera spillingu. Það er búið að skipuleggja þetta allt. Þetta er planað bak við tjöldin. Þetta er ömurlegt mót. Ef Marseille fær boð um að keppa í Ofurdeildinni munum við samþykkja það strax,“ sagði Longoria. Derek Cornelius, varnarmaður Marseille, fékk tvö gul spjöld og þar af leiðandi rautt.getty Ummælin hlutu mikla gagnrýni og nú í dag greindi dómarasambandið í Frakklandi frá því að það myndi lögsækja Longoria. Sökum þess að ummælin væru skaðleg gagnvart stéttinni og ýttu undir áreiti og ofbeldi í garð dómara. Longoria brást við og dró ummælin til baka í yfirlýsingu sem AFP birti. „Fólk hefur útskýrt fyrir mér hvað spilling þýðir í Frakklandi, á Spáni hefur það víðtækari merkingu. Ég ætlaði aldrei að gefa í skyn að peningar hafi skipst höndum, það myndi ég aldrei gera. Ég tek það því skýrt fram hér, það er engin spilling í frönskum fótbolta,“ sagði hann meðal annars. Longoria benti þó á að margt mætti betur fara í ákvörðunum dómara og sagði að margar ákvarðanir hafi fallið gegn Marseille á tímabilinu. Hann er ekki sá eini þeirrar skoðunar því í síðasta mánuði var Mehdi Benatia, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille, dæmdur í þriggja mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir bikartap gegn Lille.
Franski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira