„Ég trúi þessu varla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 09:04 Eir Chang Hlésdóttir, Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Vísir/Bjarni Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira