Jón undir feldi eins og Diljá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 11:06 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni árið 2023. Vísir/Vilhelm Það gengur fjöllunum hærra meðal spenntra Sjálfstæðismanna að Jón Gunnarsson þingmaður flokksins ætli að gefa kost á sér til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Jón segist enga ákvörðun hafa tekið enn sem komið er. Flautað verður til leiks á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn en greidd verða atkvæði um formann, varaformann og ritara á sunnudaginn. Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir gefa kost á sér og þá hefur listamaðurinn Snorri Ásmundsson einnig tilkynnt um framboð. „Já, það má ekki gleyma því. Það geta allir boðið sig fram,“ segir Jón þegar blaðamaður minnir hann á þriðja framboðið til formanns. Sjálfur segir Jón bara verða að koma í ljós hvort hann bjóði fram krafta sína til varaformanns. Jens Garðar Helgason þingmaður er í framboði og þá bendir flest til þess að Diljá Mist Einarsdóttir geri slíkt hið sama þó hún sé ekki enn komin undan feldi. Ekki frekar en Jón. Borið hefur á því að tilkynningar stjórnmálamanna þessa dægrin komi fram á samfélagsmiðlum þeirra. „Ég mæti bara galvaskur á landsfund. Það er með því skemmtilegra sem maður gerir í bransanum,“ segir Jón og bætir við að hann sé ánægður með frambjóðendur til embætta. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins gefur einnig kost á sér til endurkjörs. „Það er mjög fínt fólk að bjóða sig fram.“ Hann vill þó ekkert gefa uppi um sitt uppáhald frekar en hvenær sé von á ákvörðun frá honum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Flautað verður til leiks á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn en greidd verða atkvæði um formann, varaformann og ritara á sunnudaginn. Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir gefa kost á sér og þá hefur listamaðurinn Snorri Ásmundsson einnig tilkynnt um framboð. „Já, það má ekki gleyma því. Það geta allir boðið sig fram,“ segir Jón þegar blaðamaður minnir hann á þriðja framboðið til formanns. Sjálfur segir Jón bara verða að koma í ljós hvort hann bjóði fram krafta sína til varaformanns. Jens Garðar Helgason þingmaður er í framboði og þá bendir flest til þess að Diljá Mist Einarsdóttir geri slíkt hið sama þó hún sé ekki enn komin undan feldi. Ekki frekar en Jón. Borið hefur á því að tilkynningar stjórnmálamanna þessa dægrin komi fram á samfélagsmiðlum þeirra. „Ég mæti bara galvaskur á landsfund. Það er með því skemmtilegra sem maður gerir í bransanum,“ segir Jón og bætir við að hann sé ánægður með frambjóðendur til embætta. Vilhjálmur Árnason ritari flokksins gefur einnig kost á sér til endurkjörs. „Það er mjög fínt fólk að bjóða sig fram.“ Hann vill þó ekkert gefa uppi um sitt uppáhald frekar en hvenær sé von á ákvörðun frá honum.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira