VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:47 Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun