Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 15:01 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hlíðarfjallsvegi, sem liggur á milli Akureyrar og Hlíðarfjalls. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður. Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna. Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna.
Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira