Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2025 11:31 Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun