Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Langstökkvarinn Reyhan Tasdelen frá Tyrklandi lendir í sandinum á Ólympíumóti fatlaðra í París síðasta haust en það voru væntanlega síðustu leikarnir með gömlu langstökksregluna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Steph Chambers Alþjóða frjálsíþróttasambandið vill reyna að gera langstökkskeppnir frjálsra íþrótta áhugaverðari en breytingin er að fara mjög illa í marga langstökkvara. Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Nýja reglan í langstökkinu er nefnilega vægast sagt mjög umdeild. Stjörnur í sportinu fara svo langt það þau neita að taka þátt í mótum þar sem hún er notuð. En hvað er svona umdeilt? Jú Alþjóða frjálsíþróttasambandið breytti reglunum með uppstökksplankann. Nú þurfa langstökkvarar ekki lengur að hitta á plankann heldur stökkva þeir í staðinn upp á fjörutíu sentímetra uppstökksvæði og lengd stökksins er síðan mælt nákvæmlega þaðan sem þau fóru í loftið. Það eru þó nokkur langstökkin þar sem keppendur hafa stokkið upp dálítið fyrir aftan plankann og hafa því í raun tapað nokkrum sentimetrum þar. Allir sentímetrarnir mældir Þetta þýðir að keppendur fá alla sína sentimetra mælda og þá er mun erfiðara að gera ógilt sem var mjög algengt í gamla kerfinu. Það voru einmitt þessi endalausu ógildu stökk sem þótt taka svo mikið frá skemmtanagildi langstökkskeppninnar. Norska ríkisútvarpið fjallaði um þessa stóru breytingu. Ólympíumeistarinn Miltiadis Tentoglou er í hópi þeirra sem vilja ekki sjá þessa reglubreytingu og telja að þessi róttæka breyting eyðileggi sportið. Þá væri ég ekki hér „Sem betur fer hafa þau ekki byrjað að nota þessa reglu á öllum mótum. Ef þessi regla væri hér þá væri ég ekki hér,“ sagði Grikkinn Miltiadis Tentoglou við NRK á frjálsíþróttamóti í Frakklandi. Hann vann Ólympíugullið í bæði Tókýó 2021 og í París 2024. Hann er ekki eina stjarnan. Ítalinn Larissa Iapichino er silfurhafi frá bæði EM innanhúss og EM utanhúss. „Ég er mjög á móti þessu. Það krefst tækni að hitta á plankann og svona uppstökksvæði breytir algjörlega eðli íþróttarinnar. Ef þessi breytingin gengur í gegn þá mun langstökkið verða algjörlega að allt annarri íþrótt, skrifaði Larissa Iapichino á samfélagsmiðla sína. Eyðileggur alla vinnuna Nokkrum dögum síðar þá ætti Annik Kälin við að keppa á móti í Berlín en hún hefur unnið til verðlauna í sjöþraut á EM. „Ég get ekki stutt þessa breytingu,“ sagði Kälin. Það eru þó til aðeins jákvæðari raddir. Norski langstökkvarinn Ida Andrea Breigan var mjög neikvæð í fyrstu. „Ég var mjög tortryggin í fyrstu þegar við ræddum þetta í fyrra og ég er enn á því. Mér finnst þetta eyðileggja alla vinnuna og kallar á allt aðrar æfingar. Á sama tíma þá er ég alveg til í að prófa þetta og hlusta á þá langstökkvara sem hafa prófað. Ég er enn á því að það eru betri leiðir til að auka áhugann á langstökkinu með því að breyta alveg íþróttagreininni,“ sagði Breigan. Langstökkskeppnir sem hafa notað nýju regluna hafa margar heppnast vel og það sem menn fagna mest er að losna við öll ógildu stökkin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira