„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2025 23:28 Inga Sæland vandaði Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í ræðu sinni á landsfundi í dag. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. „Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira