Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2025 17:02 Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar