Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 12:24 Samþykktum Flokks fólksins hefur verið breytt þannig að skráning hans eigi ekki að standa í vegi fyrir opinberum styrkjum til flokksins. Vísir/Vilhelm Landsfundur Flokks fólksins hefur lagt blessun sína yfir breytingar á samþykktum flokksins sem gera honum kleift að verða skráður sem stjórnmálasamtök hjá skattinum. Styrkjamálinu svokallaða er því lokið af hálfu flokksins, að sögn framkvæmdastjóra. Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir. Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Landsfundur Flokks fólksins fer nú fram á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta er fyrsti landsfundur flokksins frá árinu 2019. Til stóð að halda fundinn síðastliðinn nóvember en honum var svo frestað eftir að boðað var til Alþingiskosninga. Á fundinum var meðal annars samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök, en slík skráning er lagaskilyrði fyrir því að flokkar geti þegið styrki ætlaða stjórnmálasamtökum úr ríkissjóði. Allt liggi fyrir svo styrkir fáist greiddir Flokkur fólksins hefur fengið 240 milljónir úr ríkissjóði fyrir árin 2022, 2023 og 2024, en fékk ekki styrk fyrir árið 2025, eftir að ófullnægjandi skráning hans hjá skattinum komst í hámæli. Framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins segir styrkjamálinu nú lokið af hálfu flokksins. Heimir Már Pétursson er framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm „Það var verið að breyta ýmsu í samþykktum flokksins, meðal annars voru sett þar inn skilyrði með skýrum hætti sem þarf til að fjármálaráðuneytið geti samþykkt styrki til flokksins og farið eftir þessum reglum sem settar voru á sínum á tíma,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. Hafi þegar uppfyllt meginskilyrði Flokkurinn sé því nú búinn að uppfylla öll skilyrði til styrkveitinga, þrátt fyrir að hafa áður uppfyllt „öll meginskilyrði“ þess að vera stjórnmálahreyfing. „Og sannarlega með fulltrúa á þingi, sem styrkirnir miða nú við, að greiða til flokka sem hafa fengið fulltrúa á þing. Jafnvel flokkum sem ekki hafa komist á þing ef þeir fara yfir 2,5 prósent. Þannig að málinu er þá lokið af hálfu flokksins, en það á náttúrulega eftir að koma gögnunum til ríkisskattstjóra,“ segir Heimir.
Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira