12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. febrúar 2025 12:30 Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er félagshyggjustjórn. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir meðal annars að lögð verði sérstök áhersla á að stytta biðlista barna, auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Þá segir að tryggja eigi að meðferðarúrræðum verði ekki lokað yfir sumartímann. Ríkisstjórninni ber að hrósa fyrir þessa stefnu en alltaf má gera betur. Það þarf nefnilega einnig að leggja áherslu á það sem tekur við eftir meðferðina - og fyrir hana. Með því að fjármagna eftirfylgni og stuðning við þá sem lokið hafa meðferð, eða kjósa einfaldlega að takast á við vanda sinn án meðferðar, er um leið verið að létta á meðferðarúrræðunum. Ríflega þrjú þúsund heimsóknir eru skráðar í hverri viku í 12 spora húsið í Holtagörðum þar sem boðið er upp á einstaka umgjörð fyrir fólk sem vill njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Þetta er starfsemi sem er ekki sjálfsögð í samfélagi sem nánast gerir það að skilyrði að drekka áfengi til þess að hafa gaman. Frá aldamótum hefur 12 spora húsið verið öryggisnet og eftirfylgni fyrir þúsundir Íslendinga sem leitað hafa leiða til að takast á við vímuefnavanda sinn, finna stuðning, vinskap og von. Þetta er starfsemi sem verður að treysta í sessi til framtíðar. 12 spora húsið var upprunalega hugsað sem fundarstaður fyrir 12 spora samtök en í dag er boðið upp á margvísleg úrræði sem miðað því að aðstoða fólk við að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta á milli 350 og 500 manns daglega til að taka þátt í starfseminni sem hjálpa einstaklingum að ná og viðhalda edrúmennsku. Að meðaltali mæta 350 til 500 manns daglega í húsi til að taka þátt í einum af fjölmörgum fundum sem þar eru haldnir. Félagsstarfið í húsinu er fjölbreytt og boðið upp á alls kyns viðburði, allt frá skemmtikvöldum til aðgengis að útsendingum frá íþróttakappleikjum. Allt eru þetta viðburðir í vímuefnalausu umhverfi. Þetta gerir 12 spora húsið að einstökum stað fyrir þá sem vilja njóta félagslífs án þess að eiga á hættu að freistast til drykkju áfengis eða neyslu vímuefna. Starfsemin í 12 spora húsinu er að miklu leyti fjármögnuð af leigutekjum, félagsgjöldum og viðburðum til fjáröflunar. Mikil orka fer í að afla fjár enda er starfsemin gríðarlega háð fjárhagslegum stuðningi. Stuðningur samfélagsins og ríkisins er ómetanlegur fyrir 12 spora húsið og án hans myndi fljótlega fjara undan þessari mikilvægu starfsemi og framtíð fólksins sem keppist við að halda sér á beinu brautinni. 12 spora húsið er meira en bara bygging, það er lifandi samfélag sem býður upp á von og virðingu fyrir þau sem þurfa á að halda. Ríkisstjórnin og almenningur verða að gera sitt til að tryggja þetta öfluga öryggisnet því að það er ekki aðeins fjárfesting í velferð einstaklinga heldur samfélagsins alls. Í mínum störfum og hjá okkar fólki þá hefur stuðningur og eftirfylgni fólks sem vill vera edrú hjá 12 spora húsinu skipt sköpum. Flestir jafningjar okkar hjá í Afstöðu eru virkir AA menn og starfa mikið í 12 sporahúsinu og hefur það skilað sér í miklum árangri með fólk sem leitar til okkar að hafa svona góðan aðgang að starfsemi 12 sporahússins. Það er því afar brýnt að samningur félagsmálaráðuneytisins og sveitarfélaganna við 12 spora húsið verði endurskoðaður, bættur og lengdur til þess að treysta í sessi starfsemina til framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun