Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar 21. febrúar 2025 11:17 Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar sl. flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um öryggi og varnir Íslands á Alþingi, og í kjölfarið fóru fram umræður. Tilefnið voru það sem utanríkisráðherra kallaði breyttar áherslur Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í umræðunum sem fóru fram í kjölfar skýrslunnar vék Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, að umhugsunarverðu atriði: „Við erum herlaus þjóð en að mínu mati er nauðsynlegt að skilgreina hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu á ófriðartímum enn betur en nú er. Um er að ræða borgaralegar stofnanir sem verða vegna okkar aðstæðna að sinna að einhverju marki verkefnum sem í öðrum ríkjum væri sinnt af her.” Friðelskandi þjóð Íslenskir ráðamenn hafi ekki lagt mikla áherslu á þessa staðreynd í gegnum tíðina, þ.e. að borgaralegar stofnanir hérlendis sinni verkefnum sem í öðrum ríkjum er sinnt af herjum. Stafar það að einhverju leyti af þeirri útbreiddu hugmynd að Ísland sé sérstaklega friðelskandi þjóð og þeirra viðbragða sem hófsamar hugmyndir um uppbyggingu öryggis- og varnarmála hérlendis hafa fengið í gegnum tíðina. Aðgreiningarskylda Þetta fyrirkomulag – að fela borgaralegum stofnunum verkefni á sviði öryggis- og varnarmála – hlýtur þó að hafa sín þolmörk. Samkvæmt grundvallarreglu alþjóðlegs mannúðarréttar ber að gera skýran greinarmun á annars vegar almennum borgurum og borgaralegum mannvirkjum og hins vegar hermönnum og hernaðarmannvirkjum. Þessi aðgreining er nauðsynleg þar sem hermenn og hernaðarleg mannvirki eru lögmæt skotmörk í hernaði, á meðan almennir borgarar og borgaraleg mannvirki njóta sérstakrar verndar. Skortur á slíkri aðgreiningu getur því haft alvarlegar afleiðingar – og verið spurning um líf og dauða. Fordómalaus skoðun Af orðum utanríkisráðherra er ljóst að leggja á mikla áherslu á öryggis- og varnarmál á næstunni. Í ræðu ráðherrans kom m.a. fram að í vor væri stefnt að því að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og síðan stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust. Í þeirri vinnu á að „rýna fordómalaust í laga- og stofnanaumgjörð öryggis- og varnarmála.“ Mikilvægt er að það mat feli í sér greiningu á því hvort núverandi og fyrirhugað fyrirkomulag standist þær skuldbindingar sem hvíla á Íslandi um aðgreiningu borgaralegra stofnana frá hernaðartengdum. Að öðrum kosti gæti Ísland staðið frammi fyrir siðferðilegum og lagalegum vanda. Höfundur er prófessor og deildarforseti við lagadeild Háskólans á Bifröst.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun