Býst við Grikkjunum betri í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 15:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira