Trump titlar sig konung Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 23:37 Donald Trump virtist hafa krýnt sig konung í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum. Hvíta húsið Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17
Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08