Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 17:55 Mennirnir virðast ekki á eitt hvernig samkomulagið var. Vísir/Jakob Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val. Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali Fótbolti.net við Sigurð í dag, miðvikudag. Þar segir Sigurður jafnframt að þetta sé ein helsta ástæða þess að Gylfi Þór hafi skrifað undir hjá Val á sínum tíma. Gylfi Þór hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann ákvað að Hlíðarendi væri ekki fyrir sig. Gylfi Þór var svo keyptur til Víkings sem stendur nú í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Hann má þó ekki spila með liðinu í þeirri keppni. Börkur sagði við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að ekkert slíkt samkomulag hefði verið í höfn. Sigurður er ekki sáttur með þau ummæli Barkar. „Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður við Fótbolti.net um samning Gylfa Þórs við Val. Sigurður staðfestir þó að samkomulagið sé ekki til á pappír en „menn eiga bara að standa við gerða samninga. Í samningnum stendur svo að ef Gylfi færi erlendis þá fengi Valur bætur en ekki sölu.“ Gylfi Þór getur ekki spilað með Víkingum fari svo að liðið fari áfram í Sambandsdeild Evrópu en Víkingar mæta Panathinaikos í Grikklandi annað kvöld. Ekki er vitað hvenær Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Víking en ljóst er að spennan er mikil og þá sérstaklega fyrir næsta leik Víkings og Vals.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01 Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn. 19. febrúar 2025 10:01
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið „Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu. 19. febrúar 2025 08:03