Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 21:42 Teresa Silva sjávarlíffræðingur, leiðangursstjóri loðnuleitarinnar, svarar spurningum Stöðvar 2 í brú Árna Friðrikssonar í dag. Bjarni Einarsson Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknaskipið Árna Friðriksson sigla inn til heimahafnar í Hafnarfirði í hádeginu eftir ellefu daga loðnuleit. Þetta er þriðja leitin sem efnt er til frá áramótum en fyrri leitir hafa ekki skilað nægilegu magni til að vísindamenn treysti sér til að mæla með loðnuveiðum. Í útvegsgeiranum halda menn enn í þá veiku von að það gæti þrátt fyrir allt orðið loðnuvertíð. Mæligögnin sem vísindamenn komu með í land úr leiðangrinum í dag ráða úrslitum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggjast að bryggju í Hafnarfirði í dag eftir ellefu daga leiðangur.Bjarni Einarsson Auk Árna Friðrikssonar tóku fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak þátt í leitinni sem að þessu sinni beindist að miðunum undan norðan- og norðvestanverðu landinu. Leiðangursstjóri var sjávarlíffræðingurinn Teresa Silva frá Portúgal. En sáu þau eitthvað af loðnu? „Já, við sáum loðnu núna við Norðurland, í austur. Það var svolítið meiri kynþroska loðna sem við sáum þar en var ekki mikið í janúar þar.“ -En er þetta þá loðna sem þið voruð að sjá sem hefur ekki mælst áður? Þetta sé kannski viðbót? „Já, þetta er ný loðna sem var að koma inn, já,“ svarar Teresa, sem er doktor í sjávarlíffræði. Leiðangursstjórinn í klefa vísindamanna um borð í Árna Friðrikssyni.Bjarni Einarsson Hún hóf strax eftir leiðangurinn í dag að rýna í gögnin ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Hafrannsóknastofnun. „Já, við erum að rannsaka gögn núna í dag og á morgun og kannski klárum það á morgun.“ -Og hvenær koma svo svörin? „Kannski á morgun. Við sjáum til.“ En það er lítill tími til stefnu. Aðalhrygningarganga loðnunnar var í dag talin vera undan Þorlákshöfn. Loðnan er sennilega að komast í sitt allra verðmætasta form, að verða hrognafull rétt fyrir hrygningu. Áhöfn Heimaeyjar VE-1, skips Ísfélags Vestmannaeyja, hefur í dag kannað loðnugönguna undan Þorlákshöfn.Vilhelm Gunnarsson Leiðangur Árna Friðrikssonar var sá síðasti í loðnumælingum á þessari vertíð. Útgerðin sendi hins vegar fiskiskipið Heimaey út í dag til að mæla loðnugönguna við Þorlákshöfn. -En er ennþá smávon um loðnuvertíð? „Ég skal segja þeir ekki neitt núna. Bara, við sjáum til á morgun,“ svarar leiðangursstjórinn Teresa Silva og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Hafnarfjörður Vísindi Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknaskipið Árna Friðriksson sigla inn til heimahafnar í Hafnarfirði í hádeginu eftir ellefu daga loðnuleit. Þetta er þriðja leitin sem efnt er til frá áramótum en fyrri leitir hafa ekki skilað nægilegu magni til að vísindamenn treysti sér til að mæla með loðnuveiðum. Í útvegsgeiranum halda menn enn í þá veiku von að það gæti þrátt fyrir allt orðið loðnuvertíð. Mæligögnin sem vísindamenn komu með í land úr leiðangrinum í dag ráða úrslitum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggjast að bryggju í Hafnarfirði í dag eftir ellefu daga leiðangur.Bjarni Einarsson Auk Árna Friðrikssonar tóku fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak þátt í leitinni sem að þessu sinni beindist að miðunum undan norðan- og norðvestanverðu landinu. Leiðangursstjóri var sjávarlíffræðingurinn Teresa Silva frá Portúgal. En sáu þau eitthvað af loðnu? „Já, við sáum loðnu núna við Norðurland, í austur. Það var svolítið meiri kynþroska loðna sem við sáum þar en var ekki mikið í janúar þar.“ -En er þetta þá loðna sem þið voruð að sjá sem hefur ekki mælst áður? Þetta sé kannski viðbót? „Já, þetta er ný loðna sem var að koma inn, já,“ svarar Teresa, sem er doktor í sjávarlíffræði. Leiðangursstjórinn í klefa vísindamanna um borð í Árna Friðrikssyni.Bjarni Einarsson Hún hóf strax eftir leiðangurinn í dag að rýna í gögnin ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Hafrannsóknastofnun. „Já, við erum að rannsaka gögn núna í dag og á morgun og kannski klárum það á morgun.“ -Og hvenær koma svo svörin? „Kannski á morgun. Við sjáum til.“ En það er lítill tími til stefnu. Aðalhrygningarganga loðnunnar var í dag talin vera undan Þorlákshöfn. Loðnan er sennilega að komast í sitt allra verðmætasta form, að verða hrognafull rétt fyrir hrygningu. Áhöfn Heimaeyjar VE-1, skips Ísfélags Vestmannaeyja, hefur í dag kannað loðnugönguna undan Þorlákshöfn.Vilhelm Gunnarsson Leiðangur Árna Friðrikssonar var sá síðasti í loðnumælingum á þessari vertíð. Útgerðin sendi hins vegar fiskiskipið Heimaey út í dag til að mæla loðnugönguna við Þorlákshöfn. -En er ennþá smávon um loðnuvertíð? „Ég skal segja þeir ekki neitt núna. Bara, við sjáum til á morgun,“ svarar leiðangursstjórinn Teresa Silva og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Hafnarfjörður Vísindi Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Sjá meira
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58