„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 19:01 Sölvi Geir fagnar komu Gylfa en hefur lítinn áhuga á fjölmiðlafárinu. Vísir/Samsett Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Tilkynnt var í gær um skipti Gylfa til Víkings frá Val. Víkingur greiðir um 20 milljónir fyrir og um að ræða stærstu skipti sem orðið hafa milli liða hérlendis. Gylfi Þór getur ekki tekið þátt í Sambandsdeildinni með Víkingum en Sölvi Geir fagnar komu hans. „Þetta er náttúrulega bara risastórt. Það vita allir hversu góður leikmaður Gylfi er. Fyrst og fremst hvernig persóna þetta er. Hann er með mikið sigurhugarfar, líka bara upp á æfingakúltúrinn hjá Víkingi, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Þakkar samstarfsfólkinu Sölvi þekkir Gylfa frá tíma þeirra saman hjá íslenska landsliðinu. Bæði þegar þeir spiluðu þar saman og þá var Sölvi einnig í þjálfarateymi landsliðsins á síðasta ári. „Hann smellpassar inn í það umhverfi. Ég þekki Gylfa vel persónulega, hvernig hann æfir og ber sig sem atvinnumaður. Það er líka mikilvægt að fá þannig karakter inn í liðið fyrir okkur til að halda áfram að bæta okkur og þróa okkur sem lið,“ segir Sölvi sem þakkar starfsfólki félagsins fyrir að koma skiptunum yfir línuna. „Þetta er rosalega sterkt og flott kaup hjá okkur Víkingum og mikið hrós á alla sem stóðu að baki þessu. Allir hjá Víkingi eru að leggja sitt á vogarskálarnar og það þarf einmitt það til að viðhalda svona velgengni eins hefur verið. Að menn séu ekki að sofna á verðinum og halda áfram að ýta við hvorum öðrum.“ Fjölmiðlafóður Gustað hefur um Gylfa síðustu tvo sólarhringa. Valsmenn hafa gagnrýnt framkomu hans og þeirra sem standa honum nærri. Gylfi sjálfur svaraði þeim fullyrðingum í dag. Sölvi hefur engan áhuga á að blanda sér í þá sálma. Hann er, eðlilega, með hugann annars staðar. „Nei. Það er ekki eitthvað sem ég vil ræða. Þetta er bara pressu matur,“ segir Sölvi og hlær. „Ég er að einbeita mér núna að allt öðru efni en einhverri dramatík heima á Íslandi. Ég veit bara að Gylfi er mjög góður strákur og hreinskilinn. Ég stend með honum, því trúi ég bara.“ Víkingur vann frækinn 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki fyrir tæpri viku. Liðið fer því með forystu í síðari leikinn í Aþenu. Víkingur mætir Panathinaikos klukkan 20:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn