Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 09:30 Stutta svarið er, ég veit það ekki. Ég er íbúi Kópavogs, næst stærsta sveitafélags landsins. Við fjölskyldan almennt stoltir Kópavogsbúar. Rekstur sveitafélags byggist alfarið á notkun á fé frá okkur íbúum, útsvarsgreiðendunum, og sem Kópavogsbúi geri ég þá kröfu að innviðir séu í lagi, götur mokaðar, ruslið hirt, við nýtum okkur þjónustu íþróttafélaganna og allt þetta. Ég veit að þetta er hellings batterí að reka og gera það vel. Ég er almennt þakklát fyrir að geta lagt mitt til samfélagsins í formi skatta og útsvarsgreiðslna og jafna þannig aðgengi allra að þjónustu en geri þá einföldu kröfu, að mér finnst, að fjármagninu séu varið á ábyrgan hátt og þær þjónustur sem ég nýti, eins og leik- og grunnskólastigið mæti þörfum barna minna. Á nýafstöðnu Viðskiptaþingi var umræðunni að miklu leyti varið í meðferð opinberra fjármuna. Það er mikilvægt að taka umræðuna um ábyrga meðferð skattfés enda erfitt að komast í umræðuna um framtíð og möguleika atvinnulífsins ef rekstrarumhverfið er ekki í lagi. En þetta verður á köflum aðeins eins og að fylgjast með þingsjónvarpinu, frasakennd umræða og hver er fyndnastur. Ferskan blæ, með áherslu á úrbætur frekar en þá stöðnun sem ríkir í pólitískri umræðu og sérstaklega umræðu um menntamál, mátti þó greina í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs. Um leið og hún fór yfir marga hluti sem eru vel útfærðir í starfsemi sveitafélagsins þá kynnti hún metnaðarfull markmið um enn frekari úrbætur á menntakerfinu í Kópavogi en eins og þekkt er hefur núverandi meirihluti þar tekið leikskólamálin, farsællega, föstum tökum. Yfir 60% af útsvarstekjum bæjarbúa er varið í menntamál og það er ábyrgðarverk að þessu fjármagni sem frá okkur kemur sé varið á réttan hátt. Opinbera menntakerfið á Íslandi ætti að vera framúrskarandi á heimsvísu miðað við hlutfall tekna sem til þess fer, en svo er því miður ekki. Við ættum að geta borið okkur saman við sterkustu einkareknu kerfin miðað við þann kostnað sem af menntakerfinu fellur. Það er sjálfsögð krafa okkar foreldra að við vitum hvernig börnin okkar standa í námi og að þeir sem fara með fjármagnið okkar geti borið saman getu nemenda og skóla með umbótahugsun að leiðarljósi. Ég hef nýtt mér þjónustu grunnskóla í Kópavogi í 11 ár, og sakna þess mjög að hafa ekki betri yfirsýn yfir stöðu dætra mína í námi sem nú er stýrt með óskiljanlegum litakóðum og stöfum sem spanna breytt getubil. Mér minnistætt þegar ég var í grunnskóla og við rökræddum ítarlega hvort væri betra gott eða ágætt í hegðunareinkunn (slæmt og lélegt útskýrðu sig sjálf), en tölugildin í matseinkunum stóðu fyrir sínu, annaðhvort gekk manni vel eða þurfti að gera betur. Ég rakst harkalega á stöðu ágætlega gefinnar eldri dóttur minnar í námi þegar hún hóf nám í menntaskóla og í ljós kom að „Bé-in“ og plúsarnir voru nú ekki endilega að byggja undir alla þá þekkingu sem skólinn sem hún sækir nú gerði ráð fyrir að hún byggi yfir eftir grunnskóla. Svo heyrir maður af börnum sem koma úr „einkunnarverðbólgu“ skólum og fengu greiðastan aðgang að menntaskólakerfinu sem standa svo ekki keik og undir þeirri getu sem þau telja sig búa yfir. Þetta gerir engum greiða. Þær áskoranir sem grunnskólakerfið er að glíma við í dag eins og skortur á yfirsýn nemenda og foreldra á námsstöðu barna sem Ásdís leiddi svo vel inná Viðskiptaþingi. náði þess vegna eyrum mínum. Núverandi forysta í Kópavogi hefur sett menntamálin á dagskrá og sýnt í verki að það er hægt að hreyfa við menntakerfinu með skynsamlegum aðgerðum eins og árangurinn sýnir í leikskólamálum. Ég tek þeim áformum fagnandi að til standi að svari ákalli nemenda og foreldra að tryggja yfirsýn um námsstöðu barna með mælanlegu námsmati. Auðvitað eigum við foreldrar rétt á að vita hvar börnin okkar standa í námi. Þannig fáum við tækifæri til að stíga fastar inn með skólanum ef á þarf að halda eða hvetja til áframhaldandi góðs árangurs. Án árangursmælinga er erfitt fyrir nemendur, kennara og stjórnendur að bregðast við og bæta sig. Vel rekin kerfi og fyrirtæki byggja á markmiðasetningu og mælikvörðum sem starfsmenn og notendur þekkja og stefna að sama marki. Börnin okkar eiga rétt á menntun á heimsmælikvarða í okkar velferðarsamfélagi. Við útsvarsgreiðendur eigum rétt á heimsklassa menntakerfi miðað við það fjármagn sem til þess er varið en ekki botnskröpunar í Pisa. Við Kópavogsbúar eigum að sameinast um þessar breytingar og fagna umbótasinnuðum forsvarsmönnum sveitafélagsins okkar. Það styrkir samfélagið okkar, gerir eftirsóknarvert að flytja í bæjarfélagið okkar og styrkir alla okkar inniviði. Við eigum að hafa markmið um besta menntakerfi landsins. Það er gott að búa í Kópavogi en um leið er mikilvægt að byggja undir sterka framtíð Kópavogs og barnanna okkar. Höfundur er móðir og útsvarsgreiðandi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er, ég veit það ekki. Ég er íbúi Kópavogs, næst stærsta sveitafélags landsins. Við fjölskyldan almennt stoltir Kópavogsbúar. Rekstur sveitafélags byggist alfarið á notkun á fé frá okkur íbúum, útsvarsgreiðendunum, og sem Kópavogsbúi geri ég þá kröfu að innviðir séu í lagi, götur mokaðar, ruslið hirt, við nýtum okkur þjónustu íþróttafélaganna og allt þetta. Ég veit að þetta er hellings batterí að reka og gera það vel. Ég er almennt þakklát fyrir að geta lagt mitt til samfélagsins í formi skatta og útsvarsgreiðslna og jafna þannig aðgengi allra að þjónustu en geri þá einföldu kröfu, að mér finnst, að fjármagninu séu varið á ábyrgan hátt og þær þjónustur sem ég nýti, eins og leik- og grunnskólastigið mæti þörfum barna minna. Á nýafstöðnu Viðskiptaþingi var umræðunni að miklu leyti varið í meðferð opinberra fjármuna. Það er mikilvægt að taka umræðuna um ábyrga meðferð skattfés enda erfitt að komast í umræðuna um framtíð og möguleika atvinnulífsins ef rekstrarumhverfið er ekki í lagi. En þetta verður á köflum aðeins eins og að fylgjast með þingsjónvarpinu, frasakennd umræða og hver er fyndnastur. Ferskan blæ, með áherslu á úrbætur frekar en þá stöðnun sem ríkir í pólitískri umræðu og sérstaklega umræðu um menntamál, mátti þó greina í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs. Um leið og hún fór yfir marga hluti sem eru vel útfærðir í starfsemi sveitafélagsins þá kynnti hún metnaðarfull markmið um enn frekari úrbætur á menntakerfinu í Kópavogi en eins og þekkt er hefur núverandi meirihluti þar tekið leikskólamálin, farsællega, föstum tökum. Yfir 60% af útsvarstekjum bæjarbúa er varið í menntamál og það er ábyrgðarverk að þessu fjármagni sem frá okkur kemur sé varið á réttan hátt. Opinbera menntakerfið á Íslandi ætti að vera framúrskarandi á heimsvísu miðað við hlutfall tekna sem til þess fer, en svo er því miður ekki. Við ættum að geta borið okkur saman við sterkustu einkareknu kerfin miðað við þann kostnað sem af menntakerfinu fellur. Það er sjálfsögð krafa okkar foreldra að við vitum hvernig börnin okkar standa í námi og að þeir sem fara með fjármagnið okkar geti borið saman getu nemenda og skóla með umbótahugsun að leiðarljósi. Ég hef nýtt mér þjónustu grunnskóla í Kópavogi í 11 ár, og sakna þess mjög að hafa ekki betri yfirsýn yfir stöðu dætra mína í námi sem nú er stýrt með óskiljanlegum litakóðum og stöfum sem spanna breytt getubil. Mér minnistætt þegar ég var í grunnskóla og við rökræddum ítarlega hvort væri betra gott eða ágætt í hegðunareinkunn (slæmt og lélegt útskýrðu sig sjálf), en tölugildin í matseinkunum stóðu fyrir sínu, annaðhvort gekk manni vel eða þurfti að gera betur. Ég rakst harkalega á stöðu ágætlega gefinnar eldri dóttur minnar í námi þegar hún hóf nám í menntaskóla og í ljós kom að „Bé-in“ og plúsarnir voru nú ekki endilega að byggja undir alla þá þekkingu sem skólinn sem hún sækir nú gerði ráð fyrir að hún byggi yfir eftir grunnskóla. Svo heyrir maður af börnum sem koma úr „einkunnarverðbólgu“ skólum og fengu greiðastan aðgang að menntaskólakerfinu sem standa svo ekki keik og undir þeirri getu sem þau telja sig búa yfir. Þetta gerir engum greiða. Þær áskoranir sem grunnskólakerfið er að glíma við í dag eins og skortur á yfirsýn nemenda og foreldra á námsstöðu barna sem Ásdís leiddi svo vel inná Viðskiptaþingi. náði þess vegna eyrum mínum. Núverandi forysta í Kópavogi hefur sett menntamálin á dagskrá og sýnt í verki að það er hægt að hreyfa við menntakerfinu með skynsamlegum aðgerðum eins og árangurinn sýnir í leikskólamálum. Ég tek þeim áformum fagnandi að til standi að svari ákalli nemenda og foreldra að tryggja yfirsýn um námsstöðu barna með mælanlegu námsmati. Auðvitað eigum við foreldrar rétt á að vita hvar börnin okkar standa í námi. Þannig fáum við tækifæri til að stíga fastar inn með skólanum ef á þarf að halda eða hvetja til áframhaldandi góðs árangurs. Án árangursmælinga er erfitt fyrir nemendur, kennara og stjórnendur að bregðast við og bæta sig. Vel rekin kerfi og fyrirtæki byggja á markmiðasetningu og mælikvörðum sem starfsmenn og notendur þekkja og stefna að sama marki. Börnin okkar eiga rétt á menntun á heimsmælikvarða í okkar velferðarsamfélagi. Við útsvarsgreiðendur eigum rétt á heimsklassa menntakerfi miðað við það fjármagn sem til þess er varið en ekki botnskröpunar í Pisa. Við Kópavogsbúar eigum að sameinast um þessar breytingar og fagna umbótasinnuðum forsvarsmönnum sveitafélagsins okkar. Það styrkir samfélagið okkar, gerir eftirsóknarvert að flytja í bæjarfélagið okkar og styrkir alla okkar inniviði. Við eigum að hafa markmið um besta menntakerfi landsins. Það er gott að búa í Kópavogi en um leið er mikilvægt að byggja undir sterka framtíð Kópavogs og barnanna okkar. Höfundur er móðir og útsvarsgreiðandi í Kópavogi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun