CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 15:34 MQ-9 Reaper drónar geta borið ýmsar sprengjur og vopn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna/Joseph Pagan Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent