CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 15:34 MQ-9 Reaper drónar geta borið ýmsar sprengjur og vopn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna/Joseph Pagan Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira