Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:30 Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar