Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 11:00 Efling Efling segir Ræstitækni brjóta gegn kjarasamningi í fjölmörgum liðum. Starfsmenn hafi engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast. Búist sé við nær tvöföldum vinnuhraða en eðlilegt telst án viðeigandi launahækkunar. Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Ríkisútvarpið fjallaði á dögunum um starfshætti þrifafyrirtækisins Ræstitækni ehf. og tók viðtal við trúnaðarmann Eflingar á vinnustaðnum hana M. Andreinu Edwards Quero. Þar lýsti hún slæmum vinnuaðstæðum hennar og samstarfsfólks hennar ásamt óeðlilegum afskiptum stjórnenda fyrirtækisins af starfi hennar sem trúnaðarmanns. Óeðlileg afskipti af trúnaðarmennsku Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að haft hafi verið samband við félagið og Andreina sökuð um að dreifa röngum upplýsingum til vinnufélaga án þess að nokkur rök væru færð fyrir þeim ásökunum. Þá hafi Andreina einnig verið kölluð á fund þriggja yfirmanna þar sem henni var sagt að hún ætti ekki að eiga bein samskipti við vinnufélaga sína um kjaramál og að hún yrði að leita leyfis yfirmanns til að gera slíkt. Jafnframt segir að sama dag og Andreina hafi haldið starfsmannafund hafi tveimur vinnufélögum hennar verið sagt upp störfum. Bæði hefðu þau tjáð sig um réttindamál í fyrirtækinu. Lögmaður Eflingar hafi einnig gert munnlegt samkomulag við Ræstitækni um að Andreina fengi lengt fæðingarorlof vegna veikinda en Ræstitækni hafi svikið það loforð, í trássi við lög. Þórir Gunnarsson framkvæmdastjóri Ræstitækni lýsti því í umfjöllun Ríkisútvarpsins að frásögn Andreinu komi sér á óvart og kannast ekki við það að starfsmenn hafi ekki aðgang að salernisaðstöðu. Þá segir hann að rætt hafi verið við Andreinu því hún hafi meðal annars verið að kynna tímamælda ákvæðisvinnu en fyrirtækið vinni ekki í slíku kerfi. Laun séu þó samkvæmt samningum og sumir starfsmenn yfirborgaðir. Enginn starfsmaður fái laun í samræmi við vinnuálag „Hjá Ræstitækni starfa ríflega 30 Eflingarfélagar. Flestir eru frá Venesúela og margir þeirra tala einungis spænsku. Þeir keyra milli verkstaða og er gert að ljúka við þrif á allt að 13 mismunandi stöðum innan sama dags víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fylgst er með þeim í gegnum GPS búnað. Starfsmenn hafa engan aðgang að salerni eða aðstöðu til að matast yfir daginn. Vinnudagur þeirra er þannig skipulagður að þeir fá ekkert matarhlé,“ segir í tilkynningu Eflingar. Efling hafi ítrekað óskað eftir fundum með forsvarsmönnum Ræstitækni og gögnum um skipulag vinnunnar en án árangurs. „Starfsmenn Ræstitækni þurfa að ljúka verkum innan ákveðins tíma, oft á miklum vinnuhraða. Það kallast tímamæld ákvæðisvinna, sem greiða skal 20% hærra tímakaup fyrir. Enginn starfsmaður Ræstitækni fær greidd laun í samræmi við það,“ segir í tilkynningunni. Nær tvöfaldur vinnutaktur Efling hafi látið erlendan sérfræðing gera mælingar sem sýni að ómögulegt sé að vinna þá vinnu sem Ræstitækni krefst á tilætluðum hraða. Vinnutaktur Andreinu á verkstað hefði þurft að vera 190 en eðlilegur vinnutaktur samkvæmt kjarasamningum er 100. „Í vinnuverndarúttekt sem gerð var á vinnustaðnum vegna Andreinu eftir að hún varð ófrísk segir að hún hafi „sjaldan tryggan aðgang að salerni“ og sé „því með einhvers konar skál út í bíl sem hún notar til þvagláta.“ Eigandi fyrirtækisins sagðist í frétt RÚV 14. febrúar ekki kannast við þetta, þrátt fyrir að fyrirtækið sjálft hafi pantað úttektina og sent hana til lögmanns Eflingar,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira