Innlent

Fram­bjóðendum fækkar og kín­verskir bílar njósna um Norður­landa­búa

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Frambjóðendum til varaformanns Miðflokksins fækkaði nokkuð óvænt um einn í dag þegar Bergþór Ólason þingmaður dró framboð sitt til baka. Fjallað verður um ákvörðun hans og landsþing Miðflokksins í kvöldfréttum Sýnar.

Þar verður einnig farið yfir stöðuna á Gasa, þar sem íbúar norðurhluta svæðisins snúa nú aftur á heimaslóðir sínar í stríðum straumum. Margir þeirra koma þó ekki að heimilum sínum þegar á áfangastað er komið, heldur rústum einum. Hamas-samtökin hafa kallað til þúsundir vígamanna til að tryggja yfirráð sín á ákveðnum svæðum og staðan er viðkvæm.

Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil, stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng.

Rætt verður við þekkta íranska leikkonu sem segir stöðu kvenna í landinu verri en formæðra þeirra, við kynnum okkur áhyggjur sérfræðings af kínverskum njósnabílum á Norðurlöndum, auk þess sem Magnús Hlynur lítur við á æfingu nýs leikrits í Biskupstungum.

Í sportinu verður farið yfir grátlegt tap Íslands fyrir Úkraínu og ótrúlegan árangur Norðmanna, sem eru hársbreidd frá því að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið í fótbolta karla á næsta ári.

Kvöldfréttir Sýnar eru í opinni dagskrá á slaginu 18:30 á Sýn, Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×