Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 15. febrúar 2025 09:02 Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun