„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:58 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira