„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:58 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira