Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:03 Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Vegagerð Viðreisn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun