Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 10:17 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum segir að samsetning stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekking, kunnátta, fjölbreytni og reynsla einstaklinga sem þar eiga sæti. „Stjórnarmenn skulu vera óháðir fyrirtækinu og stjórnendum þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum vegna annarra starfa stjórnarmanna. Hvorki starfsmenn fyrirtækisins né kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnum skulu tilnefndir í stjórnir ríkisfyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Valnefnd tilnefnir tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og velur ráðherra úr þeim hópi í stjórnirnar. Við samsetningu stjórnar skuli valnefnd líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar meðal annars menntun, faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. „Það skiptir miklu máli að stjórnir fyrirtækja í eigu ríkisins séu skipaðar hæfum einstaklingum með haldgóða reynslu eða góða þekkingu sem hæfir viðkomandi fyrirtæki. Því er mikilvægt að val á einstaklingum í stjórnir ríkisfyrirtækja fari fram á faglegum forsendum þannig að einstakir stjórnarmenn og stjórnin í heild þjóni sem best hagsmunum viðkomandi fyrirtækis,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, um reglurnar. „Við höfum viðhaft svipað fyrirkomulag við val í stjórnir bankanna undanfarin ár með góðum árangri. Síðast en ekki síst er þessi leið í samræmi við leiðbeiningar OECD um góða stjórnarhætti þegar kemur að tilnefningu í stjórnir opinberra fyrirtækja.“ Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórnir stærri ríkisfyrirtækja sem eru: Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða, Íslandspóstur, Isavia og Harpa. Daði Már ræddi nýju reglurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira