Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 23:00 Sigrún segir góðan handþvott geta komið í veg fyrir veikindi. Ein tilgáta við rannsókn hópsýkingarinnar sé að bakterían hafi komist í matinn af skítugum höndum einhvers sem meðhöndlaði matinn eða tólin. Samsett Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. Bakterían fannst í bæði sviða- og svínasultu en Sigrún segir ekki alla hafa borðað hana. Margir hafi nefnt jafning og kartöflur í tengslum við veikindi sín. Ekki hafi verið hægt að rannsaka það því öllum afgöngum hafi verið hent. Sigrún fór yfir stöðu rannsóknarinnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. MAST og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa rannsakað veikindin. Alls veiktust um 140 manns á þorrablótunum sem haldin voru í Borg á Grímsnesi og Ölfusi um mánaðamótin. Veisluþjónusta Suðurlands sá um veitingarnar á báðum blótum. Niðurstaða rannsóknar MAST og heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós að veisluþjónustan var ekki með starfsleyfi, aðstaða til handþvottar var ekki fullnægjandi, að kælikeðja matvælanna rofnaði á þorrablótunum og maturinn hafði staðið í töluverðan tíma án kælingar. Mæðgur sem sóttu þorrablótið í Borg lýstu í gær í viðtali við Vísi mikilli reiði og svekkelsi yfir viðbrögðum veitingamannsins við veikindum gesta. Þær sögðu hann gaslýsa gesti og sögðust hafa viljað sjá meiri auðmýkt í viðbrögðum hans. Silva, sem veiktist alvarlega, sagðist enn ekki geta borðað almennilega. Sigrún segir stóru myndina liggja fyrir en það eigi enn eftir að rannsaka einhver sýni til að fá úr því skorið hvaða bakteríur nákvæmlega ollu veikindunum. „Það er ekki alveg endanlega ljóst,“ segir Sigrún. Bæði komi E.coli og Baccilus cereus til greina en í tilkynningu MAST fyrr í vikunni kom fram að bakteríurnar hefðu fundist í sviða- og svínasultu sem borin var fram á þorrablótunum. „Það eru sterkari líkur á að þetta sé Bacillus cereus sem er mjög skæð matareitrunarsýkingarbaktería.“ Hún segir ekki liggja fyrir hvaðan hún kemur í matvælin. Hún hafi greinst í sultum sem voru bornar fram á þorrablótunum en ekki í sýnum sem voru tekin úr sultunum beint frá framleiðendum, úr órofnum umbúðum. Ein tilgáta sé að bakterían komi frá einhverjum sem hafi meðhöndlað matinn og til dæmis ekki þvegið sér nægilega vel um hendur. „En það er svolítið erfitt að sanna það. Almennt eru hlaðborð áhættu „business“ því það eru margar hendur sem handfjatla áhöld og annað,“ segir Sigrún. Hún segir þó alveg óljóst hvort svína- og sviðasultan sé orsakavaldur veikindanna því alls ekki allir sem veiktust hafi borðað af því. Það komi annar matur sem var í boði til greina og margir nefndu jafning og kartöflur. Þegar heilbrigðiseftirlitið kom að rannsaka aðstæður var búið að henda öllum afgöngum af kartöflum og jafningi og því ekki hægt að rannsaka það. Sigrún segir kokkinn vanan kokk en honum hafi láðst að sækja um starfsleyfi. Hann sé núna búinn að skila inn umsókn og umsóknin sé í vinnslu. Sigrún segir gott fyrir fólk sem sækir hlaðborð að hugsa með sér hvort á því séu viðkvæm matvæli en það sé á sama tíma alltaf erfitt að vita. Hún segir líka gott fyrir fólk að rifja upp allt sem við lærðum í heimsfaraldri Covid. „Svoleiðis sóttvarnir gilda áfram þó að við séum ekki lengur með Covid,“ segir hún og að það eigi alltaf að gæta að handþvotti og að áhöld séu hrein. Þorrablót Þorramatur Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Matur Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Bakterían fannst í bæði sviða- og svínasultu en Sigrún segir ekki alla hafa borðað hana. Margir hafi nefnt jafning og kartöflur í tengslum við veikindi sín. Ekki hafi verið hægt að rannsaka það því öllum afgöngum hafi verið hent. Sigrún fór yfir stöðu rannsóknarinnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. MAST og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafa rannsakað veikindin. Alls veiktust um 140 manns á þorrablótunum sem haldin voru í Borg á Grímsnesi og Ölfusi um mánaðamótin. Veisluþjónusta Suðurlands sá um veitingarnar á báðum blótum. Niðurstaða rannsóknar MAST og heilbrigðiseftirlitsins leiddi í ljós að veisluþjónustan var ekki með starfsleyfi, aðstaða til handþvottar var ekki fullnægjandi, að kælikeðja matvælanna rofnaði á þorrablótunum og maturinn hafði staðið í töluverðan tíma án kælingar. Mæðgur sem sóttu þorrablótið í Borg lýstu í gær í viðtali við Vísi mikilli reiði og svekkelsi yfir viðbrögðum veitingamannsins við veikindum gesta. Þær sögðu hann gaslýsa gesti og sögðust hafa viljað sjá meiri auðmýkt í viðbrögðum hans. Silva, sem veiktist alvarlega, sagðist enn ekki geta borðað almennilega. Sigrún segir stóru myndina liggja fyrir en það eigi enn eftir að rannsaka einhver sýni til að fá úr því skorið hvaða bakteríur nákvæmlega ollu veikindunum. „Það er ekki alveg endanlega ljóst,“ segir Sigrún. Bæði komi E.coli og Baccilus cereus til greina en í tilkynningu MAST fyrr í vikunni kom fram að bakteríurnar hefðu fundist í sviða- og svínasultu sem borin var fram á þorrablótunum. „Það eru sterkari líkur á að þetta sé Bacillus cereus sem er mjög skæð matareitrunarsýkingarbaktería.“ Hún segir ekki liggja fyrir hvaðan hún kemur í matvælin. Hún hafi greinst í sultum sem voru bornar fram á þorrablótunum en ekki í sýnum sem voru tekin úr sultunum beint frá framleiðendum, úr órofnum umbúðum. Ein tilgáta sé að bakterían komi frá einhverjum sem hafi meðhöndlað matinn og til dæmis ekki þvegið sér nægilega vel um hendur. „En það er svolítið erfitt að sanna það. Almennt eru hlaðborð áhættu „business“ því það eru margar hendur sem handfjatla áhöld og annað,“ segir Sigrún. Hún segir þó alveg óljóst hvort svína- og sviðasultan sé orsakavaldur veikindanna því alls ekki allir sem veiktust hafi borðað af því. Það komi annar matur sem var í boði til greina og margir nefndu jafning og kartöflur. Þegar heilbrigðiseftirlitið kom að rannsaka aðstæður var búið að henda öllum afgöngum af kartöflum og jafningi og því ekki hægt að rannsaka það. Sigrún segir kokkinn vanan kokk en honum hafi láðst að sækja um starfsleyfi. Hann sé núna búinn að skila inn umsókn og umsóknin sé í vinnslu. Sigrún segir gott fyrir fólk sem sækir hlaðborð að hugsa með sér hvort á því séu viðkvæm matvæli en það sé á sama tíma alltaf erfitt að vita. Hún segir líka gott fyrir fólk að rifja upp allt sem við lærðum í heimsfaraldri Covid. „Svoleiðis sóttvarnir gilda áfram þó að við séum ekki lengur með Covid,“ segir hún og að það eigi alltaf að gæta að handþvotti og að áhöld séu hrein.
Þorrablót Þorramatur Grímsnes- og Grafningshreppur Ölfus Matur Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira