Fyrsta tapið í 12 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 15:16 Sveindís Jane og stöllur hennar þurftu að þola fyrsta bikartapið í heillangan tíma í gær. Oliver Hardt/Getty Images for DFB Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í liði Wolfsburgar þurftu að þola óvænt tap í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Wolfsburg hefur ekki tapað leik í keppninni í tólf ár. Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira