Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun