„Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:06 Hergeir Grímsson var að vonum ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink Hergeir Grímsson, leikmaður Hauka, gat andað léttar eftir fjögurra marka sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum. Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Haukar höfðu góð tök á leik kvöldsins í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás og Eyjamenn fengu hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna leikinn. Gestirnir í ÍBV klikkuðu hins vegar ítrekað á þeim færum og Haukar unnu að lokum sterkan fjögurra marka sigur, 28-24. „Þetta var skrautlegur handboltaleikur, allavega að spila hann,“ sagði Hergeir í leikslok. „Það voru mikil læti og barátta, en ég er nú samt bara ánægður með að við höfum náð að rífa okkur aftur í gang og keyra þetta upp eftir að hafa misst frá okkur forskotið. Við spiluðum hörkuvörn og markvarslan kom og ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er rosalega sætur sigur út af mörgu og ég er rosalega glaður, alveg sama hvernig þetta spilaðist.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fimm mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Liðið skoraði 18 mörk í fyrri hálfleik, en það tók Hauka rétt tæpar 22 mínútur að skora fyrstu fimm mörk liðsins í seinni hálfleik. „Þetta var bara blanda af því að við vorum að klikka á dauðafærum, klikka á vítum og vorum að leka aðeins í vörninni. Svo bara kom þetta, Adam [Haukur Baumruk] kom inn og svo var kannski smá heppnisstimpill yfir þessu líka þegar þetta datt loksins í gang hjá okkur. En fimm mörk á einhverjum tuttugu mínútum er náttúrulega ekki gott.“ Þá segir hann stóra skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli þessara liða hafa gefið Haukunum kraft. Fyrir þá sem vita ekki hvað skýrslumálið snýst um þá var Haukum dæmdur 10-0 ósigur gegn ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins eftir að hafa skilað leikskýrslu of seint. „Já auðvitað mótiveraði það okkur og gerir þennan sigur töluvert sætari í ljósi aðstæðna. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja nema bara að auðvitað mótiveraði þetta okkur. Hvað annað? Við vorum allavega peppaðir fyrir leik, það er alveg ljóst,“ sagði Hergeir að lokum.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira