„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 10:28 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir ásamt Sævari Þór Jónssyni lögmanni þeirra. Vísir/Vilhelm „Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það en sýslumaður sagt að þau mættu éta það sem úti frýs, eins og Ásthildur orðaði það fyrir dómi. Áshildur sagði að sýslumanni hafi borið að taka á þessu á eigin frumkvæði, en hann ekki gert það. „Ég get alveg skilið að fólk geti gert mistök, en þegar það er bent á þau, þá get ég ekki séð annað en að þetta sé einbeittur brotavilji.“ Mikið fyrir venjulegt fólk Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin fara í mál út af þessu máli, en fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Að sögn Ásthildar vildi Hæstiréttur ekki taka málið fyrir þar sem ekki var um verulega peningaupphæð að ræða. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að mikilvægi þess hafi ekki verið nægjanlegt til að það yrði tekið fyrir. „Þetta voru samanlögð árslaun okkar hjóna. Þetta er mikið fyrir venjulegt fólk.“ Nú sé ljóst að peningurinn muni ekki fást aftur frá bankanum, en þau telja ljóst að ríkið hafi engu að síður brotið á sér. Þau hafi í raun aldrei fengið niðurstöðu dómstóla á því hvort vextirnir hafi verið fyrndir eða ekki, sem sé það sem málið snúist um. „Það er mjög sérstakt að kerfið, þetta kerfi sem snýr af alvarlegum málum, er búið að fá fjölmörg tækifæri til að leiðrétta mistökin. Í staðinn eru mistökin varin fram í rauðan dauðann,“ sagði Ásthildur. „Ég gat ekki horft í augu við að þetta myndi enda svona. Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk.“ Réttlætið dýrt Ásthildur tók fram að um prinsippmál væri að ræða. Vissulega vildu þau hjón fá peningana til baka, en 75 prósent ástæðunnar fyrir því að þau haldi áfram í málaferlinu sé vegna prinsippsins. Árið 2021 var Ásthildur kjörin á þing fyrir Flokk fólksins. Hún sagði að þar sem hún væri búin að berjast í málinu hafi hún velt fyrir sér hvort mögulega myndi málið vekja meiri athygli ef hún sem þingmaður færi í mál. „Ef ég hefði enn verið kennari hefði ég ekki farið í þetta. Réttlæti á Íslandi er dýrt.“ Hafþór Ólafsson, eiginmaður Ásthildar, gaf líka skýrslu fyrir dómi og sagði málið hafa tekið mikið á þau. Þá gaf Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem gegnir nú hlutverki formanns samtakanna eftir að Ásthildur sagði sig úr stjórn þeirra eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn, einnig skýrslu. Hann hjálpaði hjónunum við ýmsa útreikninga við vinnslu málsins. Ríkið tekur til varna Eva Halldórsdóttir, lögmaður íslenska ríkisins, sagði í málflutningi að ekki lægi fyrir í málinu að umræddir vextir væru fyrndir. Hún mótmælti að svo væri. Hún sagði málflutning hjónanna og lögmanns þeirra óreiðukenndan. Þá sagði hún að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ákveðið að taka málið ekki fyrir, þá hafi hann samt tekið afstöðu til þess og meðal annars sagt að niðurstaða Landsréttar væri ekki bersýnilega röng. Einnig talaði hún um að Ásthildur og Hafþór hafi keypt eignina aftur tveimur og hálfu ári eftir nauðungarsöluna, og þá á lágu verði. Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónasson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 eftir málflutning lögmanns ríkisins. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það en sýslumaður sagt að þau mættu éta það sem úti frýs, eins og Ásthildur orðaði það fyrir dómi. Áshildur sagði að sýslumanni hafi borið að taka á þessu á eigin frumkvæði, en hann ekki gert það. „Ég get alveg skilið að fólk geti gert mistök, en þegar það er bent á þau, þá get ég ekki séð annað en að þetta sé einbeittur brotavilji.“ Mikið fyrir venjulegt fólk Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin fara í mál út af þessu máli, en fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Að sögn Ásthildar vildi Hæstiréttur ekki taka málið fyrir þar sem ekki var um verulega peningaupphæð að ræða. Fram kemur í niðurstöðu Hæstaréttar að mikilvægi þess hafi ekki verið nægjanlegt til að það yrði tekið fyrir. „Þetta voru samanlögð árslaun okkar hjóna. Þetta er mikið fyrir venjulegt fólk.“ Nú sé ljóst að peningurinn muni ekki fást aftur frá bankanum, en þau telja ljóst að ríkið hafi engu að síður brotið á sér. Þau hafi í raun aldrei fengið niðurstöðu dómstóla á því hvort vextirnir hafi verið fyrndir eða ekki, sem sé það sem málið snúist um. „Það er mjög sérstakt að kerfið, þetta kerfi sem snýr af alvarlegum málum, er búið að fá fjölmörg tækifæri til að leiðrétta mistökin. Í staðinn eru mistökin varin fram í rauðan dauðann,“ sagði Ásthildur. „Ég gat ekki horft í augu við að þetta myndi enda svona. Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk.“ Réttlætið dýrt Ásthildur tók fram að um prinsippmál væri að ræða. Vissulega vildu þau hjón fá peningana til baka, en 75 prósent ástæðunnar fyrir því að þau haldi áfram í málaferlinu sé vegna prinsippsins. Árið 2021 var Ásthildur kjörin á þing fyrir Flokk fólksins. Hún sagði að þar sem hún væri búin að berjast í málinu hafi hún velt fyrir sér hvort mögulega myndi málið vekja meiri athygli ef hún sem þingmaður færi í mál. „Ef ég hefði enn verið kennari hefði ég ekki farið í þetta. Réttlæti á Íslandi er dýrt.“ Hafþór Ólafsson, eiginmaður Ásthildar, gaf líka skýrslu fyrir dómi og sagði málið hafa tekið mikið á þau. Þá gaf Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem gegnir nú hlutverki formanns samtakanna eftir að Ásthildur sagði sig úr stjórn þeirra eftir að hún tók sæti í ríkisstjórn, einnig skýrslu. Hann hjálpaði hjónunum við ýmsa útreikninga við vinnslu málsins. Ríkið tekur til varna Eva Halldórsdóttir, lögmaður íslenska ríkisins, sagði í málflutningi að ekki lægi fyrir í málinu að umræddir vextir væru fyrndir. Hún mótmælti að svo væri. Hún sagði málflutning hjónanna og lögmanns þeirra óreiðukenndan. Þá sagði hún að þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ákveðið að taka málið ekki fyrir, þá hafi hann samt tekið afstöðu til þess og meðal annars sagt að niðurstaða Landsréttar væri ekki bersýnilega röng. Einnig talaði hún um að Ásthildur og Hafþór hafi keypt eignina aftur tveimur og hálfu ári eftir nauðungarsöluna, og þá á lágu verði. Þess má geta að í málflutningi sínum sögðu hjónin að ástæða þess væri meðal annars vegna þess að þau hefðu leigt eignina í millitíðinni og að tekið hefði verið tillit til þess. Þar að auki sagði Sævar Þór Jónasson, lögmaður þeirra, að í málum sem þessum eftir bankahrunið hefðu fyrri eigendur oft keypt eignir aftur á lægra verði. Fréttin var uppfærð klukkan 12:10 eftir málflutning lögmanns ríkisins.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira