Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:00 Brimbrettakapparnir sátu sem fastast þegar fréttastofa leit við í Þorlákshöfn í dag. Vísir/bjarni Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira