Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 16:11 Þórhildur Sunna og Rósa Björk komust ekki inn á þing í síðustu þingkosningum enda þurrkuðust Píratar og VG út. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar. Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar.
Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira