„Hann er aldrei sakhæfur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 14:38 Alfreð Erling hafnaði því að svara spurningum fyrir dómi í gær. Vísir/Vilhelm Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Málið varðar að miklu leyti hvort Alferð teljist sakhæfur eða ekki. Kristinn Tómasson, áðurnefndur geðlæknir, var spurður út í hvort hann hafi velt því fyrir sér hvort Alfreð Erling væri sakhæfur. Aldrei í vafa „Mér örlaði ekki að því, aldrei þessu vant. Hann er aldrei sakhæfur,“ sagði hann. Kristinn sagðist fyrst hafa tekið viðtal við Alfreð Erling á Hólmsheiði og þá hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að vista hann í fangelsi heldur á réttargeðdeild. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri fastur í mjög truflandi ranghugmyndakerfi. Kristinn minntist á að Alfreð hefði talað mikið um Guð og djöfulinn, en fjöldamörg vitni hafa minnst á samskonar tal hans. Hann hefði lýst atburðunum sem málið varðar eins og einhverju í „vísindaskáldsögu eða hryllingsbókmenntum“ og að það væri ekki eins og í raunveruleikanum. Þarna væri um að ræða „ógnvekjandi baráttu við Guð og djöfulinn“. Skýr í frásögn fyrir og eftir atburðinn Þó hefði Alfreð lýst bæði aðdraganda andláts hjónanna og því sem gerðist eftir það með greinagóðum hætti, miklu skýrari en sjálfum atburðunum. Kristinn sagði að það kæmi sér á óvart. Þá sagði Kristinn að það væri sláandi hve lítið innsæi Alfreð hefði í veikindi sín. Hann hefði ekki skilning á því að hann glímdi við umræddar andlegar áskoranir. Hann taldi að veikindi Alfreðs hefðu líklega staðið yfir í að minnsta kosti sex ár, og jafnvel lengur. Þá virtust þau hafa virkilega stigmagnast árið 2023. Tómas Zoëga, geðlæknir sem er meðdómandi í málinu, spurði Kristinn hvort það væri ekki sérkennilegt að maður veiktist af sjúkdómi sem þessum orðinn svona gamall, um fertugt. Kristinn sagði að það væri í efri kantinum. Það gæti þó skýrt hversu heilsteypt persóna Alfreð væri í raun, en þrátt fyrir geðröskunina væri hann augljóslega vel gefinn og skemmtilegur. Voveiglegur atburður kannski fyrirsjáanlegur „Hefði verið hægt að sjá þetta fyrir?“ spurði Tómas með vísan til þess hve lengi veikindin hefðu staðið yfir. „Þetta er vond spurning,“ sagði Kristinn, en bætti við að það hefði verið betra ef hann hefði verið meðhöndlaður áður. Inntur eftir skýrara svari sagði hann að verkið sem hann væri grunaður um hefði ekki verið fyrirsjáanlegt, en voveiglegur atburður hefði þó kannski verið það. Það er mat Kristins að Alfreð verði að fara í langtímameðferð á réttargeðdeild. Í þessu tilfelli ætti lengd „langtímameðferðarinnar“ að vera mæld í árum.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58
Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. 10. febrúar 2025 17:11
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49