Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:01 Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Umferð á Íslandi heldur áfram að aukast. Aukinni umferð fylgir aukin hætta á árekstrum og tjónum og við sjáum meðal annars í gögnum okkar hjá Sjóvá talsverða aukningu í framrúðutjónum. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að umferð milli janúarmánaða 2024 og 2025 eykst um 4,2% yfir 16 lykilteljara á Hringvegi og var slegið nýtt umferðarmet með rúmlega 70.000 bílum að jafnaði á dag. Tæplega 68.000 ökutæki (á sólarhring) fóru um þessa sömu vegi í janúar á síðasta ári. Árleg meðaltalsaukning í janúar frá upphafi samantektar er 3,3% og er því núverandi aukning vel yfir meðaltali. Fleiri skemmdar framrúður Framrúðutjón hjá Sjóvá hafa aukist umtalsvert milli ára. En á sama tíma færðust framrúðuviðgerðir einnig í aukana, sem eru vissulega góðar fréttir þar sem framrúðuviðgerðir eru mun ódýrari og umhverfisvænni kostur en framrúðuskipti. Að skipta um meðalstóra bílrúðu losar 50,62 kg af koldíoxíði (CO2) en að gera við sprungu á bílrúðu losar einungis 0,0022 kg af koldíoxíði. Auk þess er viðgerðin fljótleg og ókeypis fyrir viðskiptavini tryggingafélaga sem greiða enga eigin áhættu. Rúðusprungur og rúðubrot eru viðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast vega veldur og hefur kostnaðurinn aukist til muna þar sem öryggistækni bifreiða liggur nú að stórum hluta í framrúðunni. Áður hefur komið fram í umræðunni að framrúðutjón vegi t.a.m. þungt í rekstri bílaleiga. Kostnaður við framrúðutjón er því mikill bæði fyrir þjóðarbúið og umhverfið. Ókeypis viðgerð Óhemju mikið magn af framrúðum er flutt til landsins í hverri viku með tilheyrandi kostnaði og sóun. Við viljum auðvitað helst reyna að koma í veg fyrir að framrúður skaddist en ef það gengur ekki má reyna að gera við. Til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að vera með svokallaðan framrúðuplástur í bílnum og setja hann á skemmdina strax og óhapp verður. Þá er líklegra að hægt sé að gera við framrúðuna en nauðsynlegt er að fara með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri. Framrúðuplástur gegnir í raun svipuðu hlutverki og hefðbundinn plástur nema hann er notaður á skemmdir í framrúðum bíla. Hægt er að nálgast framrúðuplásturinn ókeypis í útibúum tryggingafélaga, hjá rúðuverkstæðum og víðar. Sjóvá hefur lagt mikla áherslu á að stuðla að auknu hlutfalli viðgerða á framrúðum ökutækja í stað þess að skipta út rúðum þar sem það felur í sér margþættan ávinning. Hlutfall viðgerða hefur aukist jafnt og þétt síðustu fimm ár með samstilltu átaki með þjónustuaðilum og var á síðasta ári m.a. haldinn sérstakur „pop-up“ framrúðuviðgerðadagur í bílastæðahúsi Kringlunnar í samstarfi við þjónustuaðila og verslunarmiðstöðina. Skemmst er frá því að segja að færri komust að en vildu og var mikill áhugi fyrir framtakinu. Í því samhengi er vert að minna aftur á að framrúðuviðgerðir eru alltaf ókeypis fyrir okkar viðskiptavini. En hvað veldur? Ljóst er að aukinni umferð fylgir áhætta á fleiri tjónum. Miðað við mikla aukningu framrúðutjóna í okkar ranni má leiða að því líkur að sömu sögu sé að segja á öðrum vígstöðvum og að fleira en aukin umferð komi til. Rætt hefur verið um illa farna vegi, holur og lausamöl sem hafi áhrif. Það þurfi að sópa betur götur og vegi sveitarfélaga og sinna viðgerðum jafnt og þétt. Við búum vissulega við dyntótt veðurfar sem veldur álagi á vegi. Einnig hefur verið bent á aðferðir við slitlagsviðgerðir á vegum landsins sem hafi áhrif og að annað verklag henti betur, t.d. að nota malbik í stað slitlags. Auk þess hefur verið rætt að merkja þurfi vel framkvæmdasvæði og nota jafnvel ljósastýringu oftar þegar lögð er ný klæðning. Vegagerðin hefur án efa fengið fjölda ábendinga um hvað megi betur fara en ljóst er að þær framkvæmdir krefjast fjármagns og forgangsröðunar. Spyrja má hver ásættanleg áhætta sé í þessu samhengi? Aukin tjón á ökutækjum fela ekki einungis í sér sóun heldur eru þau í mörgum tilvikum vísbending um að viðhaldi vega sé ábótavant og slíkt getur leitt til slysa með tilheyrandi áföllum og kostnaði. Við þurfum að taka þessar vísbendingar alvarlega. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar