Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. febrúar 2025 10:58 Alfreð Erling Þórðarson mætti fyrir héraðsdóm í gær en vildi engu bæta við fyrri framburð sinn hjá lögreglu. Vísir/Vilhelm Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið eldri hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð Erling handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem kom á vettvang sem hjónin fundust látin, gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði að strax hefði verið ljóst að þarna hefði ekki átt sér stað slys, það sem gerðist hefði verið af mannavöldum. Þá sagði hann lík hjónanna hafa verið í sérstökum stöðum inni á baðherbergi heimili þeirra. Það væri eins og þeim hefði verið komið þannig fyrir. Þetta hafi sérstaklega átt við lík eiginkonunnar sem hafi verið í mjög þvingaðri stöðu. „Ég sé fyrir mér að það geti verið erfitt að koma fætinum sjálfur fyrir í þessa stöðu,“ sagði sérfræðingurinn. Umræddur sérfræðingur vann blóðferlaskýrslu í málinu. Hann telur að eiginmaðurinn hafi verið sleginn, ekki færri en tveimur höggum, eftir að hann hafði fallið til jarðar. Líklega hafi atburðarásin verið þannig að Alferð Erling hafi slegið til eiginmannsins í forstofu hússins, og elt hann eða fælt að baðherberginu. Þar hafi Alfreð aftur slegið til hans og svo fært hann að baðkari og slegið hann svo aftur. Síðan hafi hann veist að eiginkonunni og slegið hana margítrekað. Blóð af báðum á öllum fötum Alfreðs Annar sérfræðingur hjá tæknideild lögreglu, sem meðhöndlar lífsýni, gaf skýrslu. Hún sagði rannsókn hafa leitt í ljós að lífsýni, úr báðum látnu, hjónunum, hafa fundist á hamrinum sem Alferð Erling er grunaður um að hafa notað. Bæði var blóð úr þeim á hamarshöfðinu og DNA af skaftinu. Jafnframt hafi fundist blóð á nánast öllum fötum Alferðs en þó hafi verið áberandi meira blóð úr konunni.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira