Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2025 08:25 Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræða síðustu vikna bendi til að hin nýja ríkisstjórn sé „óþægilega markalaus“ þegar kemur að því að fara með sitt nýfengna vald. Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52