Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 09:01 Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun