Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2025 16:39 Nvidia er þegar til rannsóknar í Kína. EPA/JOHN G. MABANGLO Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað. Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað.
Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira