Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 17:27 Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Landsbankinn Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir vinnubrögð Landsbankans og þær reglur sem bankinn hefur viðhaft vegna lána til íbúðarhúsnæðis í dreifbýli. Sveitarstjórnin telur röksemdir bankans ekki standast skoðun og er það mat sveitarstjórnar að nálgun bankans hafi neikvæð áhrif og geri einkaaðilum og sveitarfélögum erfitt fyrir í þeirri uppbyggingu sem hafi staðið yfir og framundan sé á svæðinu. Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl. Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Sveitarstjórnin vill að stjórnendur bankans endurskoði reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli og „láta þannig af þeirri mismunun“ sem hafi viðgengst gagnvart búsetu í dreifbýli. Hefur sveitarstjórnin komið óánægju sinni á framfæri og hefur óskað eftir skriflegum svörum frá Landsbankanum vegna málsins innan fjögurra vikna. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps sem grein er gerð fyrir í fundargerð sveitarstjórnarfundar sem fram fór á þriðjudaginn í síðustu viku, þann 4. febrúar. Fram kom í fréttum í lok janúar að svo virðist sem strangari lánareglur gildi um íbúðarlán í dreifbýli hjá Landsbankanum en hjá hinum stóru bönkunum. Þetta vakti furðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem hafði fengið erindi um málið inn á sitt borð þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar Flóahrepps að ljóst sé að Landsbankinn hafi hafnað lánsveitingu íbúðarlána í Flóahreppi og víðar í dreifbýli í nágrannasveitarfélögum sem hafi haft neikvæð áhrif á íbúðarkaup og uppbyggingu. „Landsbankinn hefur gefið þau svör að bankinn veiti almennt ekki íbúðalán vegna íbúðarhúsnæðis sem stendur á stökum íbúðarhúsalóðum í dreifbýli en að íbúðarhúsnæði 1351 á bújörðum, með veði í viðkomandi bújörð, uppfylli skilyrði um íbúðalán hjá bankanum. Sömuleiðis gefur Landsbankinn þau svör að bankinn skoði og meti hvert tilvik fyrir sig og að meðal þess sem lagt sé mat á sé staðsetning, skipulagsmál og þjónusta, bæði á staðnum og af hálfu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í bókun sveitarstjórnar, en þetta rímar við það sem fram kemur í svörum bankans í tengslum við fyrri umfjöllun fréttastofu um málið. Telja rök bankans ekki standast skoðun Bankinn brást hins vegar aftur við í kjölfar umfjöllunar og dró þá nokkuð í land, en hélt því þó áfram til haga að umsóknir um íbúðarlán í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun. Fyrir liggur að dæmi eru um að bankinn hafi synjað lánsumsóknum viðskiptavina á þeim forsendum að reglur bankans um íbúðalán heimili einungis veitingu íbúðarláns vegna húsnæðis sem skráð er í þéttbýli. Að mati sveitarstjórnarinnar halda rök Landsbankans hins vegar ekki vatni. „Sveitarstjórn Flóahrepps gagnrýnir þau vinnubrögð og þær reglur sem viðhafðar eru hjá Landsbankanum og telur að þau rök sem gefin eru standist ekki skoðun. Í Flóahreppi hefur virði eigna hækkað mikið undanfarin ár, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði á stökum íbúðarhúsalóðum eða íbúðarhúsnæði á bújörðum. Vegna nálægðar við stærsta þéttbýli Suðurlands er þjónusta við íbúa góð, innviðir í sveitarfélaginu eru sterkir og búsetuskilyrði öll hin bestu,” segir í bókuninni sem samþykkt var með fimm atkvæðum allra fundarmanna. „Varla þarf að benda á skort á fjölbreyttu húsnæði á landsvísu og er uppbygging á þessu svæði rökrétt með tilliti til nálægðar við þéttbýliskjarna, góðar samgöngur og innviði, skóla og aðra nauðsynlega þjónustu. Sveitarstjórn Flóahrepps hvetur stjórnendur Landsbankans til að endurskoða reglur og verklag vegna lánsveitinga í dreifbýli á svæðinu og láta þannig af þeirri mismunun sem viðgengst vegna búsetu þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis,” segir ennfremur í bókuninni. Þá er jafnframt tekið fram að skriflegra viðbragða bankans sé óskað innan fjögurra vikna frá bókun, það er 4. febrúar sl.
Flóahreppur Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Byggðamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira