Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 13:39 Fjársvik konunnar stóðu yfir í ellefu ár. Þau uppgötvuðust við greiningu á endurgreiðslum vegna erlends sjúkrakostnaðar síðasta vor. Konan var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira