Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2025 07:30 Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að gott leikskólastarf stuðlar að auknum möguleikum foreldra til að stunda vinnu og að leikskólinn sé grunnstoð í samfélaginu sem tryggir að hjól atvinnulífsins snúist. Mikilvægt, en þar er ekki öll sagan sögð. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfesting í leikskólum skilar sér margfalt til samfélagsins. Til dæmis hefur Norræna ráðherranefndin bent á að fjárfesting í leikskólum sé fjárfesting í framtíðinni, þar sem hún stuðlar að betri menntun, minni félagslegum vandamálum og aukinni framleiðni til lengri tíma. Menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í þroska og námi ungra barna. Þeir hafa sérþekkingu á málnotkun, eðlilegu þroskaferli barna og kennsluaðferðum sem styðja við nám þeirra og félagslega færni. Með djúpan skilning á þroska barna geta leikskólakennarar veitt hverju barni einstaklingsmiðaða leiðsögn og stuðning, sem skapar öruggt og nærandi umhverfi þar sem börn geta dafnað. Ef leikskólastarfsfólk væri allt ófaglært myndi það hafa alvarleg áhrif á gæði leikskólastarfsins. Skortur á faglegri þekkingu gæti leitt til þess að börn fengju ekki viðeigandi stuðning í málþroska, félagsfærni og námi, sem gæti haft langtímaáhrif á skólagöngu þeirra og líðan. Þar að auki myndi starfsmannavelta líklega aukast, þar sem ófaglært starfsfólk hefur oft minni tryggð við starfsgreinina og upplifir meiri áskoranir í starfi. Óstöðugt starfsumhverfi getur haft neikvæð áhrif á börn, sem þurfa trausta umgjörð og samfellda umönnun til að þroskast á heilbrigðan hátt. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Það er þó mikilvægt að þessi umræða misskiljist ekki og túlkist sem menntahroki eða það að gera lítið úr leiðbeinendum og öðru starfsfólki leikskóla. Leikskólar byggja á samstarfi allra sem þar starfa, og hvert hlutverk er mikilvægt. Leiðbeinendur eru ómissandi hluti af leikskólastarfinu, en menntaðir leikskólakennarar gegna lykilhlutverki í faglegri stefnumótun og þróun leikskólastarfsins. Markmiðið er ekki að útiloka ófaglært starfsfólk, heldur að tryggja að börnin fái bestu mögulegu menntun og umönnun í bland við fjölbreyttan og öflugan mannauð. Að fjárfesta í menntuðum leikskólakennurum er því grundvallaratriði fyrir framtíð barnanna og gæði leikskólastarfs. Leikskólakennarar eru fjárfesting í framtíðinni – ekki kostnaðarliður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun