Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 20:01 Vinir og ættingjar Ohad Ben Ami og Eli Sharabi hafa beðið lengi eftir að sjá þá. AP/Maya Alleruzzo Þrír gíslar voru látnir lausir úr haldi Hamas samtakanna í dag í skiptum fyrir palestínska fanga sem voru frelsaðir. Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana á ísraelskum spítala í morgun. Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Tár féllu eðlilega þegar fjölskyldur hittu þá gísla sem hafa verið í haldi Hamas samtakanna frá 7. október 2023. Gíslaskiptin eru hluti af yfirstandandi vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna sem tók gildi þann 19. janúar. Gíslarnir þrír sem hafa nú verið frelsaðir eru Eli Sharabi, Ohad ben Ami og Or Levy. Þeir voru allir fluttir með þyrlu til Ísrael í morgun og eru, eins og sést á þessum myndum horaðir og veiklulegir. „Tilfinningin er eins og dásamlegur morgunn því Eli er að koma heim. Það er svo mikil gleði og léttir. Ég gat ekki sofið og taldi mínúturnar og sekúndurnar þangað til Eli kæmi heim. Svo sá ég hann í sjónvarpinu og varð áhyggjufull því það virtist ekki hafa verið hugsað mjög vel um hann,“ sagði Astrid Dafan, vinkona Eli Sharabi. Yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael segir að stjórnvöld muni bregðast við ítrekuðum brotum Hamas samtakanna á ísraelskum gíslum og vísar þar í heilsufarslegt ástand þeirra gísla sem sleppt var úr haldi í dag. „Það eru 76 gíslar í viðbót, lifandi og dánir, í haldi Hamas. Við fylgjumst nákvæmlega með framkvæmd fyrsta hluta samkomulagsins og um leið undirbúum við framhaldið. Ríkisstjórn Ísraels er staðráðin í að þeim verði öllum skilað og vinnur sleitulaust með öllum öryggisstofnunum að heimkomu þeirra,“ sagði Gal Hirsch, yfirmaður á skrifstofu forsætisráðherra Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira