Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 09:02 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Guðlaugur Victor var leikmaður Liverpool. Hann mætir fyrrum félagi sínu í dag. Vísir/Samsett Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira